Kvennakvöld Víkings 6. nóvember

Kvennakvöld Víkings verður haldið í Víkinni laugardaginn 6. nóvember nk. Hver þarf kóng þegar fullt af drottningum koma saman í Víkinni.

Eins og lög gera ráð fyrir þá verður veglegt happadrætti með frábærum vinningum.

Hinn eini sanni Hreimur mætir og hitar upp fyrir DJ Skúla sem sér til þess að dansgólfið verður vel nýtt. Veislustjórn verður í öruggum höndum Bjargar Magnúsdóttur RÚV-ara sem er nýflutt í hverfið. Þetta er gullið tækifæri til að hitta nágrannann, eldri og núverandi leikmenn, mömmur, ömmur og frænku þeirra. Þetta er einnig tækifærið til að styðja við stelpurnar í félaginu.

Boðið verður upp á glæsilegt steikarhlaðborð frá Múlakaffi. Hægt verður að velja á milli grillaðrar nautalundar sem er ilmuð með villisveppum og trufflum eða kalkúnabringu með mangógljáa ásamt girnilegu meðlæti að hætti Múlakaffis.

Við lofum söng, dansi, hlátri og mikilli gleði

Tryggið ykkur miða í tæka tíð!

Miðasala á Tix.is

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Emma, Kristín Erla og Rakel framlengja til 2027!

Lesa nánar
Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagur sjálfboðaliðans 5.desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt, Handbolti

Námskeið Víkings í Desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gígja Valgerður kveður Víking

Lesa nánar