Kvennakvöld Víkings 2022
7. október 2022 | KnattspyrnaKvennakvöld Víkings verður haldið laugardaginn 5. nóvember í glæsilegum veislusal í nýjum húsakynnum Víkings í Safamýri.
Miðafjöldi er takmarkaður og því eru konur og kvár hvött til að tryggja sér miða í tæka tíð. Hægt er að kaupa staka miða á kvöldið en einnig er hægt að bóka heil borð (10 sæti) með því að senda póst á [email protected] þar sem kvittun fyrir miðum fylgir með.
Almenn miðasala fer fram á tix.is og hefst þriðjudaginn 11. október n.k.
Allt stefnir í eitt glæsilegasta og veglegasta kvennakvöld Víkings í kvenna minnum! Húsið opnar kl. 18 og borðhald hefst kl. 19.30. Hin bráðfyndna Birna Rún Eiríksdóttir ætlar að stýra veisluhaldi og sjá til þess að allar skemmti sér vel. Eins og lög gera ráð fyrir þá verður hið árlega happdrætti á sínum stað með veglegum vinningum. Það er vissara að reima tvöfalda slaufu á dansskóna því drottningin sjálf, Sigga Beinteins, ætlar að keyra upp stemmninguna. DJ Skúli tekur við og heldur uppi stuðinu inn í nóttina.
Enginn verður svangur því boðið verður upp á glæsilegt steikarhlaðborð að hætti Múlakaffis. Ef þú hefur séróskir varðandi matinn biðjum við þig um að hafa samband á [email protected]
Við lofum söng, dansi, hlátri og mikilli gleði!