Kristófer nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna

Gengið hefur verið frá ráðningu Kristófers Sigurgeirssonar, sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna til næstu tveggja ára.

Kristófer kemur nýr inn í þjálfarateymi liðsins, sem sendir með því skýr skilaboð um að hvergi er slegið af á þeirri leið sem mörkuð hefur verið til frekari afreka. Kristófer kemur til liðsins frá Breiðablik þar sem hann lét af störfum ásamt aðalþjálfara liðsins á liðnu sumri. Kristófer býr yfir mikilli reynslu sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs á hæsta „leveli“, en jafnframt og ekki síður af reynslu sem aðalþjálfari karlaliða Reynis í Sandgerði og Leiknis og sem aðstoðarþjálfari HK, Fjölnis og Vals. Auk töluverðrar reynslu af þjálfun yngri flokka kvenna.

Víkingar vænta mikils af Kristófer og bjóða hann velkominn til starfa. Áfram Víkingur!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar