KR – Víkingur í beinni
25. maí 2023 | Mjólkurbikar kvenna, Víkingur TVÞað er komið að 16 liða úrslitum í Mjólkurbikarnum. KR býður okkur Víkinga velkomin á Meistaravelli kl. 14:00 laugardaginn 27.maí.
Liðin hafa byrjað tímabilið á ólíkan hátt. KR situr neðst í Lengjudeildinni án stiga en Víkingur situr á topp deildarinnar með 12 stig og hafa aðeins fengið á sig 2 mörk.
Fyrir ykkur sem komast ekki á Meistaravelli á laugardag þá er leikurinn í beinni á KR TV. Að sjálfsögðu verða Hörður og Bjarki á staðnum en Viktor Bjarki Arnarsson, stórVíkingur með meiru, og Pálmi Rafn Pálmason, HúsVíkingur með meiru, verða með okkur í búrinu. Ekki hægt að kvarta yfir því.