Knattspyrnuskóli Víkings sumar 2021

Knattspyrnuskólinn er fyrir krakka á aldrinum 5-13. Námskeiðin eru ýmist kl. 9-12 eða kl. 9-16.

Boðið er upp á gæslu frá kl. 8-9 og frá 16-17 og er það innifalið í gjaldinu.

Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig reynt að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig.

Eftir hádegi verður farið í hjólaferðir, ratleiki og margt fleira. Dagskrá liggur fyrir í upphafi hvers námskeiðs.

Upplýsingar fyrir Knattspyrnuskólann fyrir foreldra og forráðamenn má sjá hér

Kennarar við skólann eru íþróttakennarar að mennt og/eða reyndir og sérmenntaðir í sinni íþrótt.

Námskeið 1. 14. júní – 24. Júní / Tvær vikur

Námskeið 2. 28. júní – 9. júlí / Tvær vikur

Námskeið 3. 12. júlí – 22. júlí / Tvær vikur

Verð: (miðast við tveggja vikna námskeið)

Heill dagur kr. 20.000 Hálfur dagur kr. 11.000 Heill dagur með knattspyrnuæfingum (7. og 6. fl.) kr.16.000 Vikunámskeiðin eru helmingi ódýrari.

Öll skráning fer fram í gegnum Sportabler. Skráning í Knattspyrnuskólann hefst föstudaginn 21. maí.

  • Mikilvægt er að skrá í rétt námskeið við skráningu. Allar upplýsingar fyrir sumarnámskeiðin berast í gegnum Sportabler
  • Hægt er að skrá á námskeið sumarsins, mikilvægt að velja réttar dagsetningar og vikur.

Allar nánari upplýsingar um sumarnámskeið á vegum Víkings er hægt að fá í síma 519 7600 milli kl. 9:00 -16:00 eða í gegnum tölvupóst, [email protected]

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar