Knattspyrnuskóli Víkings 2022

Knattspyrnuskóli Víkings verður starfræktur bæði í Víkinni og í Safamýrinni núna í sumar. 

Núna í ár verðum við einnig með knattspyrnskóla í Safamýrinni.

Knattspyrnuskólinn er fyrir krakka á aldrinum 5 – 13 (F. 2010 – 2016 ).
Skráning fer fram í gegnum Sportabler og er hægt að skrá iðkendur hálfan dag kl. 9-12 eða heilan dag kl. 9-16.
Boðið er upp á gæslu frá kl. 8-9 og frá kl.16-17 og er það innifalið í gjaldinu.

Skráning í Knattspyrnuskóla Víkings

Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig komið til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig.
Skemmtidagskrá er eftir hádegi en farið verður í hjólaferðir, ratleiki og margt fleira. Dagskrá liggur fyrir í upphafi hvers námskeiðs.

Kennarar við skólann eru íþróttakennarar að mennt og/eða reyndir og sérmenntaðir í sinni íþrótt.
Námskeið 1. 13. júní – 24. Júní / Tvær vikur
Námskeið 2. 27. júní – 8. júlí / Tvær vikur
Námskeið 3. 11. júlí – 22. júlí / Tvær vikur
Verð: (miðast við tveggja vikna námskeið)

Heill dagur kr. 20.000 kr
Hálfur dagur kr. 11.000 kr
Heill dagur með knattspyrnuæfingum (7. og 6. fl.) kr.16.000 kr
Vikunámskeiðin eru á 5.500 hálfur dagur / 10.000 kr heill dagur.

Skráning í Knattspyrnuskólann hefst mánudaginn 25. apríl klukkan 12:00.

Vegna tæknilegraörðuleika verður ekki hægt að skrá í námskeiðið í Safamýrinni fyrr en 26.apríl 

Skráning í Knattspyrnuskóla Víkings

Mikilvægt er að skrá í rétt námskeið við skráningu þar sem skráð er sér á námskeiðið í Víkinni og í Safamýrinni.

Allar upplýsingar fyrir sumarnámskeiðin berast í gegnum Sportabler, mikilvægt er að foreldrar tengi sig við Sportabler appið við skráningu

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar