Knattspyrnuskóli Víkings 2022
22. apríl 2022 | KnattspyrnaKnattspyrnuskóli Víkings verður starfræktur bæði í Víkinni og í Safamýrinni núna í sumar.
Núna í ár verðum við einnig með knattspyrnskóla í Safamýrinni.
Knattspyrnuskólinn er fyrir krakka á aldrinum 5 – 13 (F. 2010 – 2016 ).
Skráning fer fram í gegnum Sportabler og er hægt að skrá iðkendur hálfan dag kl. 9-12 eða heilan dag kl. 9-16.
Boðið er upp á gæslu frá kl. 8-9 og frá kl.16-17 og er það innifalið í gjaldinu.
Skráning í Knattspyrnuskóla Víkings
Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig komið til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig.
Skemmtidagskrá er eftir hádegi en farið verður í hjólaferðir, ratleiki og margt fleira. Dagskrá liggur fyrir í upphafi hvers námskeiðs.
Kennarar við skólann eru íþróttakennarar að mennt og/eða reyndir og sérmenntaðir í sinni íþrótt.
Námskeið 1. 13. júní – 24. Júní / Tvær vikur
Námskeið 2. 27. júní – 8. júlí / Tvær vikur
Námskeið 3. 11. júlí – 22. júlí / Tvær vikur
Verð: (miðast við tveggja vikna námskeið)
Heill dagur kr. 20.000 kr
Hálfur dagur kr. 11.000 kr
Heill dagur með knattspyrnuæfingum (7. og 6. fl.) kr.16.000 kr
Vikunámskeiðin eru á 5.500 hálfur dagur / 10.000 kr heill dagur.
Skráning í Knattspyrnuskólann hefst mánudaginn 25. apríl klukkan 12:00.
Vegna tæknilegraörðuleika verður ekki hægt að skrá í námskeiðið í Safamýrinni fyrr en 26.apríl
Skráning í Knattspyrnuskóla Víkings
Mikilvægt er að skrá í rétt námskeið við skráningu þar sem skráð er sér á námskeiðið í Víkinni og í Safamýrinni.
Allar upplýsingar fyrir sumarnámskeiðin berast í gegnum Sportabler, mikilvægt er að foreldrar tengi sig við Sportabler appið við skráningu