Karl Friðleifur framlengir

Það gleður okkur að tilkynna að Karl Friðleifur Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir út árið 2026. Karl gekk til liðs við Víking árið 2021 og hefur síðan þá spilað 135 leiki og skorað í þeim 5 mörk, þar af 2 gegn Malmö í frægum 3-3 jafnteflisleik í Hamingjunni.

Karl hefur verið mikilvægur hluti af liði Víkings sem varð Íslandsmeistari árin 2021 og 2023, Bikarmeistari árin 2021, 2022 og 2023 og Meistarar Meistaranna árin 2022 og 2024.

Hér má einmitt sjá mörkin sem Kalli skoraði gegn Malmö árið 2022 í Hamingjunni.

Til hamingju Kalli og til hamingju Víkingur

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingar í yngri landsliðum!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Björgvin Brimi í Hamingjuna!

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Opnar kynningar á Taekwondo á laugardaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frábær velgengni hjá yngri flokkunum okkar í handbolta!

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Inga Rún ráðin bókari hjá Víkingi

Lesa nánar