Kári Árnason Íþróttamaður Víkings 2021

Kári Árnason Íþróttamaður Víkings 2021

Kári Árnason leikmaður knattspyrnuliðs Víkings og fyrrverandi landsliðsmaður var valinn íþróttamaður Víkings árið 2021. Kári spilaði 23 leiki í deild og bikar í sumar og fór fyrir liðinu þegar það varð bæði Íslands- og Bikarmeistari. Það er afrek sem aðeins fimm íslensk knattspyrnulið hafa afrekað. Kári skoraði eitt mark í sumar, en það mark kom í bikarúrslitaleik gegn ÍA sem var síðasti leikur Kára fyrir Víking.

Kári var valinn besti leikmaður Víkings af bæði leikmönnum og stjórn knattspyrnudeildar á lokahófi deildarinnar.
Kári er uppalinn Víkingur og hefur ekki farið leynt með ást sína á uppeldisfélagi sínu. Samtals spilaði Kári 118 leik fyrir meistaraflokk Víkings, en á glæsilegum atvinnumannaferli þar sem Kári spilaði m.a. í Englandi, Skotlandi, Tyrklandi og Svíþjóð spilaði Kári 477 leiki og skoraði 26 mörk.

Undanfarin ár hefur Kári spilað lykilhlutverk í landsliði Íslands og skráð sig á spjöld sögunnar sem besti miðvörður sem klæðst hefur íslensku landsliðstreyjunni. Með Kára í liðinu komst Ísland bæði á Evrópumótið og Heimsmeistarakeppnina. Kári spilaði 90 landsleiki fyrir Ísland og skoraði 6 mörk fyrir þjóð sína. Þess má geta að Kári var einnig valinn knattspyrnumaður ársins af KSÍ.

Aðrir sem tilnefndri voru í kjörinu:
• Borðtennis – Nevena Tasic
• Handknattleikur – Jóhannes Berg Andrason
• Hjólreiðar – Jón Arnar Sigurjónsson
• Skíði – Hilmar Snær Örvarsson
• Tennis – Egill Sigurðsson

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar