Karate 101! Nýtt námskeið hjá Karatedeild Víkings!

Karatedeild Víkings kynnir nýtt námskeið!
 
Karate 101 er 4 vikna námskeið fyrir 16 ára og eldri! Námskeiðið hefst þriðjudaginn 11. nóvember og stendur til 9. desember. Á námskeiðinu er farið yfir helstu bardagatækni í karate🔥🥋
 
Tímarnir fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl 18:30 – 19:30 í karatesalnum í Safamýri. Hanskar og fótahlífar verða á staðnum en að sjálfsögðu er í boði að koma með sinn eigin búnað. Einnig er mælt með að vera með munngóm.
 
Verð: 16.000 kr.
 
Skráning fer fram á Abler.
 
Áfram Víkingur❤🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Elías Már Ómarsson í Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Emma, Kristín Erla og Rakel framlengja til 2027!

Lesa nánar
Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar