Karatedeild Víkings kynnir nýtt námskeið!
Karate 101 er 4 vikna námskeið fyrir 16 ára og eldri! Námskeiðið hefst þriðjudaginn 11. nóvember og stendur til 9. desember. Á námskeiðinu er farið yfir helstu bardagatækni í karate🔥🥋
Tímarnir fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl 18:30 – 19:30 í karatesalnum í Safamýri. Hanskar og fótahlífar verða á staðnum en að sjálfsögðu er í boði að koma með sinn eigin búnað. Einnig er mælt með að vera með munngóm.