Kaflaskil hjá Einar Guðnasyni
10. september 2021 | Félagið, UncategorizedÍ lok september lætur Einar Guðnason af störfum hjá knattspyrnudeild Víkings. Einar og fjölskylda hans halda í víking til Svíþjóðar þar sem þau munu dvelja næstu árin.
Einar hefur sinnt flestum hlutverkum hjá Víking síðustu þrjá áratugina. Hann spilaði upp alla yngri flokkana, var leikmaður í meistaraflokki, þjálfari yngri flokka og síðustu árin sem yfirþjálfari barna- og unglingaráðs og aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.
Það er ljóst að það er mikil missir af Einari fyrir knattspyrnudeildina og félagið allt, enda er fórnfýsi og ástríða Einars fyrir félaginu einstök. Það má með sanni segja að Einar hefur lagt sitt í að efla félagsvitund yngstu árganganna með samstarfi við leikskóla hverfisins sem skilar sér í Víkingum til framtíðar.
Við óskum Einari góðrar ferðar og góðs gengis í nýju ævintýri en á sama tíma hlökkum til að fá þennan sanna Víking aftur heim.
Takk Einar!