Viðtal við Júlla má finna hér neðst í frétinni

Júlíus Magnússon seldur til Noregs

Knattspyrnudeild Víkings hefur samþykkt tilboð norska 1. deildar félagsins Fredrikstad FK í Júlíus Magnússon, fyrirliða okkar Víkinga, og mun Júlíus ganga til liðs við félagið á næstu dögum.

Júlíus Magnússon er uppalinn Víkingur en fór í atvinnumennsku aðeins 16 ára gamall til hollenska félagsins Heerenveen. Hann kom aftur í Víkina árið 2018 þá 20 ára gamall og stimplaði sig strax inn sem lykil leikmann og átti stóran þátt í velgengi undanfarinna ára með liðinu.

Júlíus hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum með Víkingi og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2021. Í fyrra var þessi magnaði leikmaður gerður að fyrirliða og leiddi hann Víking til velgengni í evrópukeppni, til bikarmeistaratitils auk þess sem liðið varð Meistari meistaranna.

Júlíus er mikil fyrirmynd innan sem utan vallar og kveður Víkingur þennan frábæra dreng með miklum söknuði en óskar honum á sama tíma velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar