Júlíus Magnússon, leikmaður Víkings

Júlíus Magnússon í A landslið karla

Arnar Þór Viðarsson, A landsliðsþjálfari karla, hefur gert eina breytingu á landsliðshópi Íslands fyrir æfingaleiki gegn Sádí Arabíu þann 6. nóvember og Suður Kóreu þann 11. nóvember 

Guðlaugur Victor Pálsson hefur dregið sig úr hópnum og hefur Júlíus Magnússon, fyrirliði okkar Víkinga verið kallaður inn í hans stað. Júlíus átti fyrst að vera í upprunalega hópnum en gaf ekki kost á sér vegna meiðsla sem hann hefur nú jafnað sig á og verður með í hópnum.

Fyrir voru þeir Viktor Örlygur Andrason, Logi Tómasson og Danijel Dejan Djuric einnig valdnir í hópinn og eru því 4 Víkingar í A- landsliðshóp Íslands sem mun spila tvo æfingaleiki í nóvember.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar