Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna

Kæru Víkingar, Jón Guðni Fjóluson leikmaður meistaraflokks, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Jón kom til liðsins í ársbyrjun 2024 eftir að hafa verið frá knattspyrnu í u.þ.b. 2 ár vegna slæmra meiðsla. Þrátt fyrir mikla baráttu við meiðsli náði Jón samt sem áður að spila 37 leiki fyrir Víkings hönd. þ.á.m. 17 í Bestu deildinni, 15 leiki í Evrópukeppni og átti Jón stóran þátt í sögulegri velgengni Víkings í Evrópu á nýliðnu keppnistímabili.

Á glæsilegum ferli sem spannar 16 ár spilaði Jón Guðni í Belgíu, Svíþjóð, Rússlandi og Noregi ásamt því að spila 18 leiki fyrir Íslands hönd.

Gefum Kára Árnasyni yfirmanni knattspyrnumála orðið

Jón Guðni er frábær liðsfélagi og á sínum hápunkti var hann algerlega frábær hafsent með líkamsburði sem fáir hafa séð á Íslandi. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum Jón Guðna því betri liðsmann er erfitt að finna en jafnfram óskum við honum alls hins besta í framtíðinni.

Takk fyrir okkur Jón Guðni og sjáumst í Hamingjunni ❤️🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar