Jólauppboð Knattspyrnudeildar Víkings!

Jólauppboð Knattspyrnudeildar Víkings!

Sumarið 2021 var sögulegt fyrir Víking þegar félagið stóð uppi sem bæði Íslands- og Bikarmeistarar.

Nú gefst tækifæri til að bjóða í glæsilega minningargripi í jólauppboði knattspyrnudeildar Víkings:

Tvær keppnistreyjur áritaðar af tvöföldum Íslands- og Bikarmeisturum – lágmarksboð 200.000 krónur stk.

Tveir keppnisboltar áritaðir af tvöföldum Íslands- og Bikarmeisturum – lágmarksboð 100.000 krónur stk.

Tvö glæsileg fyrirliðabönd (108) árituð af Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen – lágmarksboð 50.000 krónur stk.

Áritaðir takkaskór af Kára Árnasyni – lágmarksboð 100.000 krónur. Þetta eru skórnir sem Kári spilaði sinn síðasta leik í, þegar Víkingur vann ÍA 3-0 í Bikarúrslitum og hann skoraði annað mark leiksins.

Hér er kærkomið tækifæri til að eignast einstaka minningagripi frá stórkostlegu sumri Víkings 2021.

Uppboðið stendur til kl. 13.00, fimmtudaginn 23. desember.

Vinsamlegast sendið upplýsingar um upphæð og nafn bjóðanda á netfangið; [email protected]

Birtar verða upplýsingar um hæstu boð en nöfn bjóðanda verða ekki birt opinberlega. Nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála Víkings, Kári Árnason, afhendir gripina að loknu uppboði.

Einnig viljum við minna á glæsilegan Víkingsvarning sem er til sölu í vefverslun Víkings og er tilvalinn í jólapakkann. Þar má inna Íslandsmeistarabolinn, Bikarmeistarabolinn, nýja og glæsilega 2021 Víkingspeysu, að ógleymdri áritaðri bókinni „Íslensk Knattspyrna 2021“.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar