John Andrews framlengir

Gengið hefur verið frá ráðningu John Henry Andrews, sem þjálfara meistaraflokks kvenna til næstu tveggja ára.

John á glæstan feril með liðinu en tók við því í kjölfar slita á áralöngu samstarfi við HK haustið 2019. Á þeim tíma var liðið á ákveðnum byrjunarreit, enda hafði liðlega helmingur leikmanna HK/Víkings gengið til liðs við HK og fjöldi annarra horfið á braut. John hóf þá markvisst uppbyggingarstarf sem hefur með sigri í Lengjudeildinni nú skilað liðinu upp í Bestu deild. Hann var nálægt því takmarki fyrir ári en mætir nú til leiks með töluvert reynslumeira lið, sem sýndi það í sumar að það á fullt erindi á meðal þeirra bestu.

John hefur þegar skipað sér á bekk með sigursælustu þjálfurum kvennaliðs Víkings og forvera þess. Þó samanburður á árangri geti verið erfiður þegar lið flakka á milli deilda, þá segir 73% sigurhlutfall í leikjum liðins árs sína sögu, þar með taldir eru leikir liðsins á móti liðum úr Bestu deildinni á leið til sigurs í Mjólkurbikarnum 2023.

Það er Víkingum því mikið gleðiefni að geta kynnt John til áframhaldandi starfa á þeirri leið sem hann er, til frekari afreka með liðið.

Áfram Víkingur!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar