John Andrews framlengir

John Andrew hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Víkings um að stýra liði meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Samningurinn gildir til tveggja ára, út tímabilið 2023. John lauk nýverið UEFA PRO gráðu en áður var hann með UEFA A þjálfaragráðu  og háskólagráðu í íþróttafræðum.

John tók við þjálfun meistaraflokks kvenna haustið 2019 og hefur á þeim tíma byggt upp sterkt og samheldið lið. Liðið lék vel í sumar og lenti sannfærandi í 4.sæti í Lengjudeildinni. Undir hans stjórn hefur liðið tekið þétt og sannfærandi skref í átt að settum framtíðarmarkmiðum félagsins.

„Knattspyrnudeild Víkings lýsir yfir mikilli ánægju með framlengingu samnings við John og er full tilhlökkunar fyrir áframhaldandi uppbyggingu. Undanfarin ár hefur aðstaða til æfinga batnað til muna í Víkinni og telur stjórn deildarinnar félagið vera á góðum stað er varðar alla umgjörð og aðbúnað.“

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Guðni heldur í víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gylfi Þór Sigurðsson í Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Danijel Dejan Djuric til NK Istra

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Þorrablót Víkings 2025 – Vinningaskrá úr happdrætti

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir í Hamingjuna

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Róbert Orri Þorkelsson í Hamingjuna

Lesa nánar