Ívar Orri Aronsson

Ívar Orri nýr Íþróttastjóri Víkings

Knattspyrnufélagið Víkingur hefur ráðið Ívar Orra Aronsson í starf Íþróttastjóra félagsins.

Ívar Orri Aronsson hefur verið ráðinn Íþróttastjóri Víkings og hefur hann nú þegar tekið til starfa. Ívar mun taka við flestum þeim verkefnum sem Fannar Helgi fráfarandi Íþróttastjóri hefur áður sinnt.

Ívar er mikill íþróttaáhugamaður og stuðningsmaður Víkings. Hann þekkir félagið vel, en hann æfði á sínum yngri árum knattspyrnu upp alla yngri flokka Víkings og hefur einnig haft samskipti við félagið í gegnum störf sín sem forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Bústaðir.

Ég er gríðarlega spenntur að hefja störf hjá Víking. Þakklátur fyrir að fá tækifæri til að gefa af mér til míns félags og bætast í frábæran hóp starfsmanna, þjálfara og sjálfboðaliða sem starfa hjá félaginu.

Ívar er með BA próf í stjórnmálafræði og BA próf í tómstunda- og félagsmálafræði. Hann hefur undanfarin 14 ár starfað hjá Félagsmiðstöðinni Bústaðir og þar af síðustu fimm ár sem forstöðumaður hennar.

Við bjóðum Ívar innilega velkominn til félagsins!

 

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Nýtt spjallmenni komið á vikingur.is

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Grill 66 deildin er að hefjast!

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Almenningsdeild

Yin Jóga með Ylfu í Safamýri í vetur

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Æfingar fyrir 9. flokk karla og kvenna í handbolta eru að hefjast

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Heimaleikjakort Handknattleiksdeildar Víkings 2025/26

Lesa nánar