fbpx

Íþróttir fyrir okkur öll!

17. október 2024 | Félagið
Íþróttir fyrir okkur öll!
Sóley heldur fyrirlestur og umræður um jafnrétti og fjölbreytileika í íþróttastarfi

Fyrirlestur og umræður um jafnrétti og fjölbreytileika í íþróttastarfi. Fjallað verður um hvernig við getum stutt íþróttamenningu þar sem allir iðkendur geta notið sín óháð kyni, uppruna eða öðrum breytum sem hafa í gegnum tíðina haft áhrif á tækifæri í íþróttum. Markmið fyrirlestursins er að virkja og styrkja þjálfara, starfsfólk og foreldra hjá Víkingi til að stuðla að enn betra íþróttastarfi á vegum félagsins.

Til að fá sem mest út úr fyrirlestrinum er fólk hvatt til að taka próf um ómeðvitaða hlutdrægni á þessari slóð. Sérstaklega er mælt með gender-career, gender-science, age, weight, disability og/eða race.

Fyrirlesturinn er haldinn af Sóleyju Tómasdóttur, uppeldis-, kynja- og fjölbreytileikafræðingi. Sérfræðiþekking hennar byggir á áratugareynslu af stjórnun, stjórnmálum og samfélagsrýni í bland við akademískar rannsóknir á sviði jafnréttis- og fjölbreytileikamála.

English below:

Sport for us all!

Lecture and discussion about equality and diversity in sports. We will discuss how we can support a sports culture where all participants can enjoy themselves, regardless of gender, origin, or other factors that have historically influenced opportunities in sports. The aim of the lecture is to activate and strengthen the coaches, staff, and parents at Víkingur to promote even better sports activities organized by the club.

To get the most out of the lecture, people are encouraged to take the Unconscious Bias Test at this link. It is especially recommended to take the gender-career, gender-science, age, weight, disability, and/or race tests.

The lecture is given by Sóley Tómasdóttir, an expert in education, gender, and diversity. Her expertise is based on decades of experience in management, politics, and social analysis, combined with academic research in the field of equality and diversity issues.