
Íþróttaskóli Víkings vorið 2026 hefst helgina 17. – 18. janúar! Lýkt og áður munum við bjóða upp á æfingar í Réttarholtsskóla á laugardögum og Álftamýrarskóla á sunnudögum.
Munum við bjóða upp á opna tíma í Álftamýrarskóla sunnudaginn 11. janúar kl 10:00 og 11:00.
Boðið er upp á krílahópa og hópa fyrir börn fædd 2021-2023, bæði í Réttarholtsskóla og í Álftamýrinni.
Skráning á námskeið vorannar hefst miðvikudaginn 17. desember kl 12:00!
Skráning fer fram í gegnum Sportabler.
Nánari upplýsingar um íþróttaskólann er að finna hér.