Íþróttaskóli Víkings 2023 – Skráning hefst 28. desember

 

 

 

Á vegum Knattspyrnufélagsins Víkings er starfræktur Íþróttaskóli barnanna sem ætlaður er börnum á aldrinum 2-5 ára. Þar fer fram fjölbreytt og áhugaverð dagskrá þar sem haft er að leiðarljósi að efla skyn- og hreyfiþroska barnanna ásamt því að kenna þeim að vinna með öðrum, umgangast aðra og taka tillit hvort til annars.

Boðið er upp á Íþróttaskóla Víkings á tveimur stöðum, annars vegar í Réttarholtsskóla og í Álftamýraskóla á laugardögum.

Íþróttaskólinn fer fram laugardögum í íþróttasal Réttarholtsskóla og íþróttasal Álftamýraskóla.

Skráning á námskeið vorannar hefst miðvikudaginn 28. desember kl 12:00 

Íþróttaskólinn hefst laugardaginn 14. janúar

Frekari upplýsingar um íþróttaskóla Víkings má nálgast á heimasíðu Víkings.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Elías Már Ómarsson í Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Emma, Kristín Erla og Rakel framlengja til 2027!

Lesa nánar
Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar