Íþróttakona og íþróttakarl Víkings 2025!

Kæru Víkingar, á okkar árlega áramótakaffi sem haldið var í gær voru knattspyrnufólkið Bergdís Sveinsdóttir og Helgi Guðjónsson útnefnd íþróttakona og íþróttakarl Víkings árið 2025.

Bergdís Sveinsdóttir: Bergdís var lykilleikmaður í liði Vikings í sumar sem endaði í 5. sæti í Bestu deild kvenna. Hún spilaði alla 23 leikina í deildinni og var markahæsti leikmaður liðsins með 10 mörk. Hún var einnig valin besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar af Morgunblaðinu. Bergdís spilaði 2 landsleiki á árinu fyrir U23 landslið Íslands þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gömul.

Helgi Guðjónsson: Helgi var lykilleikmaður þegar Víkingur varð Íslandsmeistari í sumar. Helgi spilaði 26 leiki og skoraði í þeim 8 mörk og lagði upp 7 önnur mörk fyrir liðsfélaga sína sem er stórkostlegur árangur fyrir vinstri bakvörð. Helgi hefur spilað með Víkingsliðinu undanfarin 5 ár og hefur á þeim árum unnið 3 íslandsmeistaratitla, 3 bikarmeistaratitla og tvívegis orðið meistari meistaranna.

Við óskum þeim innilega til hamingju❤️🖤

 

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið

Magnús, Ólafur og Þórður heiðursfélagar

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Elías Már Ómarsson í Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar