Íþróttakona og íþróttakarl Víkings 2024

Kæru Víkingar, fyrr í dag var knattspyrnufólkið Selma Dögg Björgvinsdóttir og Karl Friðleifur Gunnarsson útnefnd íþróttaona og íþróttakarl Víkings árið 2024.

Selma Dögg er fyrirliði Meistaraflokks kvenna og árið 2023, hennar fyrsta ár í Víking, unnu stelpurnar okkar Lengjubikarinn, Lengjudeildina og Mjólkurbikarinn. Árið 2024 bættu þær í bikarasafnið Reykjavíkurmeistaratitli og Meistarakeppni KSÍ (Meistarar meistaranna) ásamt því að ná 3. sætinu í Bestu deild kvenna.

Karl Friðleifur er lykilmaður í liði Víkings sem var hársbreidd frá því að verja bæði Bestu deildar titilinn og Mjólkurbikarinn. Karl hefur einnig verið lykilmaður í #EuroVikes ævintýri okkar Víkinga og skoraði m.a. gegn Borac í 3-1 sigri okkar Víkinga í Sambandsdeild Evrópu. Tímabilið hjá Kalla og strákunum er langt í frá búið enda bíður einvígi við gríska stórveldið Panathinaikos í febrúar.

Til hamingju Selma og Kalli ❤️🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar