Íþróttakona og íþróttakarl Víkings 2024
30. desember 2024 | KnattspyrnaKæru Víkingar, fyrr í dag var knattspyrnufólkið Selma Dögg Björgvinsdóttir og Karl Friðleifur Gunnarsson útnefnd íþróttaona og íþróttakarl Víkings árið 2024.
Selma Dögg er fyrirliði Meistaraflokks kvenna og árið 2023, hennar fyrsta ár í Víking, unnu stelpurnar okkar Lengjubikarinn, Lengjudeildina og Mjólkurbikarinn. Árið 2024 bættu þær í bikarasafnið Reykjavíkurmeistaratitli og Meistarakeppni KSÍ (Meistarar meistaranna) ásamt því að ná 3. sætinu í Bestu deild kvenna.
Karl Friðleifur er lykilmaður í liði Víkings sem var hársbreidd frá því að verja bæði Bestu deildar titilinn og Mjólkurbikarinn. Karl hefur einnig verið lykilmaður í #EuroVikes ævintýri okkar Víkinga og skoraði m.a. gegn Borac í 3-1 sigri okkar Víkinga í Sambandsdeild Evrópu. Tímabilið hjá Kalla og strákunum er langt í frá búið enda bíður einvígi við gríska stórveldið Panathinaikos í febrúar.
Til hamingju Selma og Kalli ❤️🖤