Nevena Tasic, Íþróttakona ársins & Júlíus Magnússon, Íþróttakarl ársins

Íþróttakona og íþróttakarl 2022

Í dag var tilkynnt um valið á íþróttafólki Víkings árið 2022.

Úr röðum kvenna varð borðtenniskonan Nevena Tasic fyrir valinu.

Afrek hennar á árinu bera vott um yfirburði við borðtennisborðið en þar má helst nefna:

  1. Íslandsmeistari í Mfl.  kvenna í einliðaleik
  2. Íslandsmeistari í 1. deild kvenna með liði Víkings
  3. Deildarmeistari með kvennaliði Víkings
  4. Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna
  5. Íslandsmeistari í tvenndarkeppni
  6. Sigurvegari á Reykjavík Internatonal Games 2022
  7. Sigraði öll keppnismót á árinu í borðtennis
  8. Fastamaður í A landsliði Íslands

Úr röðum karla varð knattspyrnumaðurinn Júlíus Magnússon fyrir valinu.

Júlíus hefur þrátt fyrir ungan aldur sýnt mikla leiðtogahæfileika og var fyrirliði meistaraflokks karla á árinu en liðið varð bikarmeistari og náði eftirtektarverðum árangri í Evrópukeppninni.

Júlíus lék 38 leiki í deild, bikar og Evrópukeppni á árinu og skoraði í þeim 5 mörk. Þá naut hann þess heiður að spila sína fyrstu A-landsleiki á árinu en hann kom við sögu í 3 leikjum; gegn Suður Kóreu, Saudi Arabíu og San Marínó. Fyrir átti hann alls 33 leiki fyrir U21, U19, U17 og U16 ára landslið Íslands.

Aðrir sem tilnefndir voru í kjöri á Íþróttamanni Víkings eru:

Handknattleikur – Arna Þyrí Ólafsdóttir
Hjólreiðar – Jón Arnar Sigurjónsson
Skíði – Hilmar Snær Örvarsson
Tennis – Garima N. Kaulgade

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar