Á mynd (frá vinstri) Birnir Snær Ingason - Sigdís Eva Bárðardóttir

Íþróttakarl og íþróttakona Víkings 2023

Fyrr í dag var knattspyrnufólkið Birnir Snær Ingason og Sigdís Eva Báradóttir útnefnd íþróttakarl og íþróttakona Víkings árið 2023.

Birnir Snær Ingason

Birnir Snær átti mjög gott tímabil með Víkingsliðinu í sumar og var algjör lykilmaður í árangri liðsins. Hann spilaði samtals 30 leiki, skoraði í þeim 12 mörk og lagði upp 8 mörk fyrir liðsfélaga sína þegar Víkingsliðið tryggði sér sigur tvöfaldan sigur, í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum. Birnir Snær var kjörinn leikmaður ársins af stjórn knattspyrnudeildar sem og af liðsfélögum sínum. Hann var valinn leikmaður ársins í Bestu deildinni af leikmönnum deildarinnar og af Stúkunni á Stöð2 Sport. Þá var hann valinn í lið ársins hjá fotbolti.net og loks hlaut hann tilnefningu sem íþróttamaður Reykjavíkur árið 2023.

Sigdís Eva Bárðardóttir

Sigdís Eva hefur spilað í gegnum alla yngri flokka félagsins með sigursælum 2006 árgangi og hefur verið fastamaður í meistaraflokki frá árinu 2022, þá aðeins 16 ára.

Sigdís var að loknu tímabili valin í lið ársins í Lengjudeild kvenna ásamt því að vera valin efnilegasti leikmaður deildarinnar og í umsögn því tengdu  sögð hafa „sprungið algjörlega út í sumar“.

Sigdís hefur tekið þátt í verkefnum yngri landsliða Íslands um nokkurra ára skeið og á 26 leiki með U16, U17, U19 og U20, nýorðin 17 ára. Hún afrekaði það í sumar að spila með þremur landsliðum Íslands samtals 15 landsleiki.

Til hamingju Sigdís og Birnir ❤️🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Þakkir til fráfarandi þjálfara

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Karate 101! Nýtt námskeið hjá Karatedeild Víkings!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar