ÍSLANDSMEISTARAR 2021

Eins og öllum Víkingur er kunnugt varð Víkingur Íslandsmeistari í knattspyrnu karla síðastliðinn laugardag. Liðið okkar er besta lið landsins og hefur spilað frábærlega í allt sumar. Hér má finna upptalningu á þeim viðurkenningum sem leikmenn og þjálfarar liðsins hafa hlotið undanfarna daga:

Leikmenn, þjálfarar og forráðamenn félaganna sem leika í Pepsi Max deild karla völdu Nikolaj Hansen besta leikmann deildarinnar og Kristal Mána Ingason efnilegasta leikmann deildarinnar. Í liði ársins mátti finna þá Kára Árnason, Pablo Punyed og Nikolaj Hansen.

Linkur: https://www.visir.is/g/20212161561d/nikolaj-hansen-og-agla-maria-valin-best-i-pepsi-max-deildunum

Fótbolti.net valdi Kára Árnason besta leikmann deildarinnar og Arnar Gunnlaugsson besta þjálfara deildarinnar. Linkar: https://fotbolti.net/news/27-09-2021/b-bestur-2021-b-hvernig-attu-ad-tapa-med-hann-i-lidinu og https://fotbolti.net/news/27-09-2021/b-besti-thjalfarinn-2021-b-let-drauma-vikinga-raetast

Hjá MBL.is voru Nikolaj Hansen og Pablo Punyed valdir í lið ársins og Kristall Máni sat á varamannbekk sama liðs.

Næsta laugardag heldur tímabilið áfram hjá okkar mönnum þegar liðið mætir Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikars karla. Víkingar ætla sér að vinna tvöfalt í ár!

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar