ÍSLANDSMEISTARAR 2021

Eins og öllum Víkingur er kunnugt varð Víkingur Íslandsmeistari í knattspyrnu karla síðastliðinn laugardag. Liðið okkar er besta lið landsins og hefur spilað frábærlega í allt sumar. Hér má finna upptalningu á þeim viðurkenningum sem leikmenn og þjálfarar liðsins hafa hlotið undanfarna daga:

Leikmenn, þjálfarar og forráðamenn félaganna sem leika í Pepsi Max deild karla völdu Nikolaj Hansen besta leikmann deildarinnar og Kristal Mána Ingason efnilegasta leikmann deildarinnar. Í liði ársins mátti finna þá Kára Árnason, Pablo Punyed og Nikolaj Hansen.

Linkur: https://www.visir.is/g/20212161561d/nikolaj-hansen-og-agla-maria-valin-best-i-pepsi-max-deildunum

Fótbolti.net valdi Kára Árnason besta leikmann deildarinnar og Arnar Gunnlaugsson besta þjálfara deildarinnar. Linkar: https://fotbolti.net/news/27-09-2021/b-bestur-2021-b-hvernig-attu-ad-tapa-med-hann-i-lidinu og https://fotbolti.net/news/27-09-2021/b-besti-thjalfarinn-2021-b-let-drauma-vikinga-raetast

Hjá MBL.is voru Nikolaj Hansen og Pablo Punyed valdir í lið ársins og Kristall Máni sat á varamannbekk sama liðs.

Næsta laugardag heldur tímabilið áfram hjá okkar mönnum þegar liðið mætir Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikars karla. Víkingar ætla sér að vinna tvöfalt í ár!

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Nýtt spjallmenni komið á vikingur.is

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Grill 66 deildin er að hefjast!

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Almenningsdeild

Yin Jóga með Ylfu í Safamýri í vetur

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Æfingar fyrir 9. flokk karla og kvenna í handbolta eru að hefjast

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Heimaleikjakort Handknattleiksdeildar Víkings 2025/26

Lesa nánar