Ísak Daði og Sigurður Steinar kveðja Víkina

Knattspyrnudeild Víkings hefur komist að samkomulagi við Ísak Daða Ívarsson og Sigurð Steinar Björnsson um riftun á samning. Báðir léku þeir upp alla yngri flokka liðsins og hafa leikið fyrir yngri landslið Íslands. Einnig fóru þeir saman á reynslu til ítalska liðsins Venezia árið 2022.

Gefum Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála orðið.

Báðir eru þeir mjög teknískir og leiknir og það er gríðarlega mikilvægt að leikmenn á þessum aldri fái að spila. Hæfileikar þeirra munu njóta sín í rétta félaginu, á því liggur enginn vafi. Sigurður er á leið í skóla í USA og Ísak verður ekki lengi án félags. Það er alveg á hreinu.

Knattspyrnudeild Víkings þakkar Ísak og Sigurði fyrir þeirra framlag til félagsins og um leið óskum við þeim góðs gengis í framtíðinni.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar