Ísak Daði og Sigurður Steinar kveðja Víkina
21. janúar 2025 | KnattspyrnaKnattspyrnudeild Víkings hefur komist að samkomulagi við Ísak Daða Ívarsson og Sigurð Steinar Björnsson um riftun á samning. Báðir léku þeir upp alla yngri flokka liðsins og hafa leikið fyrir yngri landslið Íslands. Einnig fóru þeir saman á reynslu til ítalska liðsins Venezia árið 2022.
Gefum Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála orðið.
Báðir eru þeir mjög teknískir og leiknir og það er gríðarlega mikilvægt að leikmenn á þessum aldri fái að spila. Hæfileikar þeirra munu njóta sín í rétta félaginu, á því liggur enginn vafi. Sigurður er á leið í skóla í USA og Ísak verður ekki lengi án félags. Það er alveg á hreinu.
Knattspyrnudeild Víkings þakkar Ísak og Sigurði fyrir þeirra framlag til félagsins og um leið óskum við þeim góðs gengis í framtíðinni.