Ingvar Jónsson

Ingvar valinn í A-landsliðið

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari A karla, tilkynnti hópinn fyrr í dag fyrir leikina fjóra í júní.

Ísland leikur þrjá leiki í Þjóðadeild UEFA og einn vináttuleik. Liðið mætir Ísrael heima og að heiman og Albaníu heima í Þjóðadeild UEFA og San Marínó ytra í vináttuleik.

Ingvar Jónsson markmaður Víkings var valinn í hópinn fyrir komandi leiki, en Ingvar sem kom til liðs við Víking árið 2020 eftir að hafa leikið í atvinnumennsku í 6 ár hefur spilað mikilvægu hlutverki hjá Víkings síðan hann kom til félagsins.

Víkingar eru gríðarlega stoltir að eiga fulltrúa í A-landsliðs hóp Íslands og fylgjumst við spennt með komandi leikjum liðsins.

Leikirnir fjórir
Ísrael – Ísland fimmtudaginn 2. júní  kl. 18:45
Ísland – Albanía mánudaginn 6. júní á Laugardalsvelli kl. 18:45
San Marínó – Ísland fimmtudaginn 9. júní kl. 18:45
Ísland – Ísrael mánudaginn 13. júní á Laugardalsvelli kl. 18:45

Áfram Víkingur og Áfram Ísland!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar