Húsasmiðjan nýr aðalstyrktaraðili Víkings
12. janúar 2022 | Knattspyrna, HandboltiHúsasmiðjan og Víkingur hafa undirritað samstarfs og auglýsingasamning sem gildir næstu tvö keppnistímabil hjá Handknattleiksdeild Víkings og Knattspyrnudeild Víkings.
Húsamiðjan verður því aðalstyrktaraðili beggja deilda og munu búningar meistaraflokka og yngri flokka bera merki Húsasmiðjunnar framan á bringu.
Húsasmiðjan er leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á landsvísu á bygginga- og heimilisvörumarkaði fyrir fagaðila og almenna neytendur.
Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar: „Húsasmiðjan hefur verið dyggur styrktaraðili Víkings um árabil. Það er okkur sönn ánægja að styðja áfram við félagið á öflugan hátt og styðja við þá uppbyggingu og þann árangur sem félagið hefur náð. Eitt af kjarnagildum okkar hjá Húsasmiðjunni er öflug liðsheild og það samsvarar sér vel í samstarfi við Víking.
Björn Einarsson formaður Víkings: „Við fögnum því að fá Húsasmiðjuna sem aðal styrktaraðila Handknattleiksdeildar og Knattspyrnudeildar. Víkingur er í sterkri stöðu, iðkendur í yngri flokkum fótbolta og handbolta hafa aldrei verið fleiri, Víkingur mun alfarið taka yfir íþróttastarf í Safamýri í haust og iðkendum fjölgar enn meira með því. Meistaraflokkar félagsins hafa staðið sig frábærlega á liðnum árum og framtíðin er björt hjá okkur og það er mikill viðurkenning að fá Húsasmiðjuna til að styðja félagið.“