Stjórn BUR HKD óskar eftir einstaklingum í stjórn.

Hressir og öflugir einstaklingar óskast í stjórn BUR HKD

Stjórn Barna- og unglingaráðs Handknattleiksdeildar Víkings, hér eftir BUR, óskar eftir einstaklingum til að koma inn í starfið næsta vetur. Næsti aðalfundur verður haldinn í lok maí og er öllum áhugasömum einstaklingum bent á að mæta.

Meðal hlutverka sem BUR er að leita eftir fólki í eftirfarandi hlutverk:

  • Markaðs- og samfélagsmiðlaráð
  • Gjaldkeri
  • Fjáraflanaráð
  • Mótaráð
  • Þorrablótsnefnd
  • Almenn störf stjórnar á vegum BUR.

Markmið BUR er að byggja upp öflugt starf þar sem iðkendur fá tækifæri til að vaxa og dafna hvort sem er út frá félags- og lýðheilsulegu sjónarmiði eða afrekshugsun.

Mikill vöxtur hefur verið hjá deildinni á undanförnum árum og góður kjarni til staðar í BUR en við leitumst við að bæta við þann hóp því margar hendur vinna létt verk.

Ef þú vilt forvitnast betur um hlutverk stjórnar og getur hugsað þér að vera hluti af metnaðargjörnum og skemmtilegum hóp fólks sem hefur hagsmuni barna- og unglinga handknattleiksdeildar Víkings að leiðarljósi, hvetjum við þig til að hafa samband við Sjöfn Evu, formann BUR HKD eða Harra, yfirþjálfara fyrir 15. maí nk.

Fyrir hönd stjórnar,

Sjöfn Eva Andrésdóttir, s: 863 8878, netfang [email protected]

Harri Kristjánsson s: 898 1187 , netfang: [email protected]

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Miðasala á Bröndby – Víkingur

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ashley Clark til Víkings

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Nikolaj Hansen framlengir út 2027

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Miðasala á Víkingur – Bröndby

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar