Herrakvöld Víkings 5. nóvember

Herrakvöld Íslands- og bikarmeistara Víkings verður haldið í Víkinni föstudagskvöldið 5. nóvember. Kóngurinn sjálfur, Bubbi Morthens, stígur á svið ásamt fleiri skemmtiatriðum. Nýkrýndir tvöfaldir meistarar Víkings verða á svæðinu og þetta er frábært tækifæri til að hitta gömlu félagana, nágrannana, vinina og fagna besta tímabili í sögu félagsins.

Veislukokkar frá Múlakaffi bjóða upp á glæsilegt steikarhlaðborð:

Aðalréttur: Grilluð nautalund ilmuð með villisveppum og trufflum og blóðbergskryddaður lambavöðvi.

Meðlæti: Kartöflusmælki, sveppir, rauðlaukur, grænkál og paprika, Sætkartöflusalat með trönuberjavinagrette og vatnakarsa Brokkolí, gulrætur og klettasalat með gremolata, grænt salat, kirsuberjatómatar, grillaður aspas, paprika og brauðteningar.

Sósur: Kremuð villisveppasósa og bernaisesósa.

Eftirréttur: Desertþrenna


Húsið opnar klukkan 18:00 með happy hour.
 
Þetta verður án nokkurs vafa glæsilegasta herrakvöld landsins.
 
Tryggið ykkur miða í tæka tíð!

Miðasala á Tix.is 

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar