Herrakvöld Víkings 5. nóvember

Herrakvöld Íslands- og bikarmeistara Víkings verður haldið í Víkinni föstudagskvöldið 5. nóvember. Kóngurinn sjálfur, Bubbi Morthens, stígur á svið ásamt fleiri skemmtiatriðum. Nýkrýndir tvöfaldir meistarar Víkings verða á svæðinu og þetta er frábært tækifæri til að hitta gömlu félagana, nágrannana, vinina og fagna besta tímabili í sögu félagsins.

Veislukokkar frá Múlakaffi bjóða upp á glæsilegt steikarhlaðborð:

Aðalréttur: Grilluð nautalund ilmuð með villisveppum og trufflum og blóðbergskryddaður lambavöðvi.

Meðlæti: Kartöflusmælki, sveppir, rauðlaukur, grænkál og paprika, Sætkartöflusalat með trönuberjavinagrette og vatnakarsa Brokkolí, gulrætur og klettasalat með gremolata, grænt salat, kirsuberjatómatar, grillaður aspas, paprika og brauðteningar.

Sósur: Kremuð villisveppasósa og bernaisesósa.

Eftirréttur: Desertþrenna


Húsið opnar klukkan 18:00 með happy hour.
 
Þetta verður án nokkurs vafa glæsilegasta herrakvöld landsins.
 
Tryggið ykkur miða í tæka tíð!

Miðasala á Tix.is 

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar