Kæru Víkingar. Helgi Guðjónsson og Knattspyrnudeild Víkings hafa framlengt samning sinn út árið 2028. Helgi er gríðarlaga fjölhæfur leikmaður fæddur árið 1999 og kom til félagsins frá Fram árið 2020. Helgi hefur því orðið 2 sinnum Íslandsmeistari með Víking og 3 sinnum Mjólkurbikarmeistari. Hann hefur síðan leikið 214 leiki fyrir Víking og skorað í þeim 69 mörk. Helgi á 26 Evrópuleiki fyrir Víking og hefur skorað í þeim 3 mörk. Helgi hefur einnig leikið 12 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skoraði í þeim 7 mörk.
Gefum Kára Árnasyni yfirmanni knattspyrnumála orðið
Það er mikil ánægja með að Helgi sé búinn að framlengja við okkur. Hann hefur verið í lykilhlutverki frá því að okkar velgengni byrjaði. Helgi kemur að rúmlega 20 mörkum ár hvert og sé ég því ekkert til fyrirstöðu að það haldi áfram næstu 4 ár hið minnsta. Svo hefur hann líka sýnt það að hann getur leyst fleiri stöður heldur en fremst á vellinum og eykur það enn frekar mikilvægi hans fyrir Víking.