Handboltaskóli Víkings 2022

Handboltaskóli Víkings 2022 

Handboltaskóli Víkings 2022 fer fram 8. – 19. ágúst og er fyrir krakka á aldrinum 5 – 11 ára. (2011-2016). Handboltaskóli Víkings verður á tveimur stöðum. Hann verður bæði í haldinn í Víkinni og í nýju hverfi Víkinga í Safamýrinni.  

Þjálfarar og leikmenn Handknattleiksdeildar munu sjá um námskeiðið. 

Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og unnið verður í undirstöðuatriðum handboltans. Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig reynt að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig. 

Námskeiðið er frá kl. 9-12.
Námskeiðið skiptist upp í tvo hluta  

Æfing:  09:00 – 10:15. 
Nesti: 10:15 – 10:45. 
Æfing: 10:45 – 12:00  

Verð: (miðast við tveggja vikna námskeið) – Hálfur dagur kr. 10.000. Vikunámskeið kr. 5.000      
Í lok námskeiðs er grillveisla.          

                                                                                            
Skráning fer fram á https://www.sportabler.com/shop/vikingur eða í gegnum vikingur.is   Við skráningu þarf að ganga frá greiðslu. 
Mikilvægt er að skrá í réttan hóp við skráningu, þar að segja í Víkina eða í Safamýrina.  

Nánari upplýsingar frá þjálfurum berast foreldrum í gegnum Sportabler.  

Allar nánari upplýsingar um sumarnámskeið á vegum Víkings er hægt að fá í síma 519 7600 milli kl. 9:00 -16:00 og í gegnum tölvupóst, [email protected] / [email protected]   

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Elías Már Ómarsson í Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Emma, Kristín Erla og Rakel framlengja til 2027!

Lesa nánar
Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar