Handboltaskóli Víkings 2022
20. júlí 2022 | HandboltiHandboltaskóli Víkings 2022
Handboltaskóli Víkings 2022 fer fram 8. – 19. ágúst og er fyrir krakka á aldrinum 5 – 11 ára. (2011-2016). Handboltaskóli Víkings verður á tveimur stöðum. Hann verður bæði í haldinn í Víkinni og í nýju hverfi Víkinga í Safamýrinni.
Þjálfarar og leikmenn Handknattleiksdeildar munu sjá um námskeiðið.
Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og unnið verður í undirstöðuatriðum handboltans. Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig reynt að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig.
Námskeiðið er frá kl. 9-12.
Námskeiðið skiptist upp í tvo hluta
Æfing: 09:00 – 10:15.
Nesti: 10:15 – 10:45.
Æfing: 10:45 – 12:00
Verð: (miðast við tveggja vikna námskeið) – Hálfur dagur kr. 10.000. Vikunámskeið kr. 5.000
Í lok námskeiðs er grillveisla.
Skráning fer fram á https://www.sportabler.com/shop/vikingur eða í gegnum vikingur.is Við skráningu þarf að ganga frá greiðslu.
Mikilvægt er að skrá í réttan hóp við skráningu, þar að segja í Víkina eða í Safamýrina.
Nánari upplýsingar frá þjálfurum berast foreldrum í gegnum Sportabler.
Allar nánari upplýsingar um sumarnámskeið á vegum Víkings er hægt að fá í síma 519 7600 milli kl. 9:00 -16:00 og í gegnum tölvupóst, [email protected] / [email protected]