Handknattleiksdeild Víkings stendur nú fyrir sumarnámskeiði í handboltanum frá 6-16.ágúst. Hátt í 60 krakkar taka þátt og er greinilegt að mikil tilhlökkun er í að tímabilið hefjist að nýju.
Skólastjóri handboltaskólans er Jón Gunnlaugur, yfirþjálfari handknattleiksdeildar og honum til aðstoðar eru þeir Arnar Steinn, Máni Björn og Marinó Gauti.