Handboltanámskeið í jólafríi
5. desember 2023 | HandboltiHandboltaskóli fyrir 6-8. flokk (2012-2017)
Um jólin mun Handknattleiksdeild Víking vera með handboltaskóla eins við höfum verið með undanfarin ár fyrir iðkendur frá 8.flk upp í 6.flk.
Marinó Gauti þjálfari 6.flk kvk mun sjá um námskeiðið og mun Sigurður Páll og Benedikt Emil þjálfarar 6.flk kk Safamýri aðstoða hann ásamt öðrum þjálfurum.
Þetta eru 2 námskeið annað fyrir jól 21. og 22. desember í Vík og hitt milli jóla og nýárs 27. Og 28. desember í Safamýri.
Þetta er frá 9 til 12 og er nauðsýnlegt að krakkarnir taki með sér nesti og eitthvað að drekka eða brúsa.
Skráning fer fram á sportabler hér
Vonandi sjáum við sem flesta 😊
Afreksnámskeið Víkings fyrir 5-4. flokk (2008-2011)
Barna og unglingaráð Víkings ætlar að vera með afreksnámskeið fyrir krakka fædda 2008 – 2011.
Afreksnámskeiðið verður 20., 21. og 22. desember og mun strákahópurinn æfa frá 12.00 til 13.45 og stelpuhópurinn frá 13.30 til 15.15.
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á afrekshugsun og fjölbreyttar æfingar. Aðalþjálfara á námskeiðinu er Halldór Harri Kristjánsson yfirþjálfari deildarinnar sem er með 20 ára reynslu sem meistarflokksþjálfari á Íslandi og Noregi.
Mun hann fá með sér gestaþjálfara með mikla reynslu má nefna Jón Gunnlaug Viggósson þjálfari m.flk kk, Jón Brynjar Björnsson þjálfari m.flk kvk, Kristján Halldórsson fyrrum landsliðsþjálfari Íslands ásamt þjálfurum og leikmönnum m.flk Víkings.
Síðasta daginn munum við draga heppnan iðkanda sem fær áritaða treygju frá landsliðsmanni Íslands (Ein stelpumegin og ein strákamegin)
Það verður hámark 18 iðkendur í hverjum hóp svo skráning er takmörkuð svo um að gera að vera snögg að skrá sig hér 😊
Frekari upplýsingar varðandi námskeiðin veitir Harri yfirþjálfari, [email protected]. Upplýsingar varðandi skráningar veitir Ívar íþróttastjóri, [email protected]