Hamingjumótið styrkir Umhyggju um milljón krónur!

Hamingjumót Víkings var haldið í fyrsta sinn nú um helgina. Hamingjumótið tekur við af Arion banka mótinu sem undanfarin 10 ár hefur markað ákveðinn hápunkt í barnastarfi Víkings á hverju ári.

Að þessu sinni var brotið blað í sögunni þar sem hluti af þátttökugjaldinu rann til Umhyggju – félags langveikra barna á Íslandi. „Með þessu viljum við Víkingar stuðla að velferð barna, líka þeirra sem ekki geta tekið þátt í fótboltamótum vegna veikinda“ sagði reynsluboltinn og mótsstjórinn Davíð Ólafsson sem bar hitann og þungann af skipulagningu mótsins eins og undanfarinn áratug.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingar í yngri landsliðum!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Björgvin Brimi í Hamingjuna!

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Opnar kynningar á Taekwondo á laugardaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frábær velgengni hjá yngri flokkunum okkar í handbolta!

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Inga Rún ráðin bókari hjá Víkingi

Lesa nánar