Hamingjumótið styrkir Umhyggju um milljón krónur!

Hamingjumót Víkings var haldið í fyrsta sinn nú um helgina. Hamingjumótið tekur við af Arion banka mótinu sem undanfarin 10 ár hefur markað ákveðinn hápunkt í barnastarfi Víkings á hverju ári.

Að þessu sinni var brotið blað í sögunni þar sem hluti af þátttökugjaldinu rann til Umhyggju – félags langveikra barna á Íslandi. „Með þessu viljum við Víkingar stuðla að velferð barna, líka þeirra sem ekki geta tekið þátt í fótboltamótum vegna veikinda“ sagði reynsluboltinn og mótsstjórinn Davíð Ólafsson sem bar hitann og þungann af skipulagningu mótsins eins og undanfarinn áratug.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar