Hamingjuball Víkings

Kæru Víkingar. Það er mikilvægt að leggja sig fram, setja sér markmið og vinna að þeim. Þetta þekkjum við vel hér í Víkinni enda komu 5 bikarar í hús sumarið 2023 hjá meistaraflokkunum okkar.

Þegar markmiðum er náð, þá er heldur betur mikilvægt að uppskera og fagna og það munum við að gera núna á laugardaginn 7.október í Víkinni. Við viljum fagna ótrúlegu ári og sumri með ykkur, okkur… Víkingum.

Við byrjum daginn á því að fá Val í heimsókn og að leik loknum fá strákarnir okkar sjálfan Íslandsmeistarabikarinn afhentan. Eftir fagnaðarlætin förum við öll heim og gerum okkur sæt (eða gordjöss eftir hentisemi) og lofum við að það verður hiti á klúbbnum (í Víkinni) um kvöldið.

Þá verður einmitt Hamingjuball Víkings  haldið hátíðlegt. Þar munu Auddi og Steindi skemmta okkur ásamt því að Patrik, betur þekktur sem Prettyboitjokko stíga á svið. Frábær dagskrá verður svo bara enn betri þegar Páll Óskar stígur á svið.

Lítill fugl hvíslaði því svo að mér að allir 5 bikarar sumarsins (3 hjá meistaraflokki kvenna og 2 hjá meistaraflokki karla) verði sýndir um kvöldið. Mögulega að leikmenn mæti á svæðið……

Miðasalan á Hamingjuballið er hér og miðinn er á aðeins 4.900 kr. 
https://stubb.is/events/br5mGo

Megi hamingjan vera með okkur og áfram Víkingur.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar