Stemmning á lokahófi Handknattleiksdeildar

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Handknattleiksdeild Víkings fagnaði nýliðnu tímabili í glæsilegum veislusal Safamýrar í veðurblíðu föstudagsins. Leikmenn og þjálfarar meistaraflokka karla og kvenna komu saman sem og þjálfarar yngri flokka, stjórn deildarinnar ásamt barna og unglingaráð (BUR). Þjálfarar fengu glaðning og þakkir fyrir tímabilið og leikmönnum hampað fyrir árangur tímabilsins.

Vigdís Jóhannsdóttir formaður stjórnar opnaði kvöldið og fór yfir árangur vetrarins og metnaðarfull markmið næsta tímabils. Hún fagnaði þeim framförum sem leikmenn og liðin sýndu í vetur og sömuleiðis þeim framförum sem er að sjá almennt í íslenskum handbolta. Allar deildir styrkjast ár hvert allt frá yngri flokkum félagsliða til landsliða.

Halldór Harri Kristjánsson yfirþjálfari yngri flokka og Sjöfn Eva Andrésdóttir formaður BUR og varaformaður deildarinnar fóru yfir frábæran árangur yngri flokka og þá miklu fjölgun iðkenda sem hefur átt sér stað.  Iðkendafjöldi nálgast nú 500 og má meðal annars þakka þeim árangri góðu og metnaðarfullu starfi BUR.

Sebastian Popovich Alexandersson þjálfari kvennaliðs Víkings veitti leikmönnum viðurkenningu fyrir árangur vetrarins en leikmenn völdu besta liðsfélagann.

Sunna Katrín Hreinsdóttir Varnarmaður ársins
Hafdís Shizuka lura Sóknarmaður ársins
Hafdís Shizuka lura Leikmaður ársins
Andrea Ósk Þorkelsdóttir Besti liðsfélaginn
Valgerður Elín Snorradóttir

Efnilegasti leikmaðurinn

Aðalsteinn Eyjólfsson yfirmaður handknattleiksmála og þjálfari meistaraflokks karla veitti leikmönnum viðurkenningar en líkt og hjá kvennaliðinu völdu strákarnir besta liðsfélagann.

Sigurður Páll Matthíasson Varnarmaður ársins
Ásgeir Snær Vignisson Sóknarmaður ársins
Jóhann Reynir Gunnlaugsson Leikmaður ársins
Þorfinnur Máni Björnsson Besti liðsfélaginn
Kristján Helgi Tómasson

Efnilegasti leikmaðurinn

Þeim Helga Þorvarðssyni og Ragnari Kristinssyni var veitt sérstök viðurkenning, bestir á borði, sem þakklætisvottur fyrir þátttöku þeirra í heimaleikjum.

Heyra mátti á ræðum kvöldsins að samstaða og

stuðningur er mikill og ljóst að Víkingar standa þétt við bakið hver á öðrum innan vallar sem utan.

Mikill vöxtur hefur verið hjá Víkingum og skýr fókus á að endurheimta stöðu sína meðal bestu liða.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar