Gunnar Vatnhamar skrifar undir

Knattspyrnudeild Víkings kynnir með ánægju nýjasta leikmann félagsins, varnarmanninn Gunnar Vatnhamar.

Gunnar er 28 ára gamall færeyskur landsliðsmaður sem kemur til félagsins frá Víkingi í Götu og hefur alla tíð leikið í Færeyjum.

Hann varð færeyskur bikarmeistari árin 2014 og 2015 með Víkingi og færeyskur meistari með liðinu tímabilin 2016 og 2017. Gunnar er fastamaður í færeyska landsliðinu og hefur leikið 29 leiki fyrir þjóð sína.

Hann kemur til með að spila í treyju númer 6 á komandi leiktíð og er afar spenntur að hefja nýjan kafla á sínum ferli hér í Víkinni.

Knattspyrnudeild Víkings býður Gunnar hjartanlega velkominn í Víkina!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingar í yngri landsliðum!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Björgvin Brimi í Hamingjuna!

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Opnar kynningar á Taekwondo á laugardaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frábær velgengni hjá yngri flokkunum okkar í handbolta!

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Inga Rún ráðin bókari hjá Víkingi

Lesa nánar