Gunnar Vatnhamar maður leiksins gegn Armeníu

Gunnar Vatnhamar var valinn maður leiksins í leik Færeyja og Armeníu sem fór fram í Þjóðadeildinni í gærkvöldi. Sigurinn var sá fyrsti í keppnisleik í rúm tvö ár hjá færeyjum og fyrsti útisigur Færeyja í rúm fjögur ár í keppnisleikjum.

Gunnar stóð vaktina í hjarta varnarinnar og var valinn maður leiksins hjá úrslitaþjónustunni FotMob.

Það má því með sanni segja að Gunnar hafi tekið smá forskot á sæluna í Armeníu en Víkingur á einmitt leik gegn FC Noah þar ytra í lok nóvember.

Um leið og knattspyrnudeild Víkings óskar Gunnari innilega til hamingju með frábæra frammistöðu og frábær 3 stig þá minnum við á leikinn gegn FC Noah. Fyrir þau ykkar sem eruð ekki að koma með til Armeníu þá stendur Ölver vaktina fyrir #EuroVikes sem fyrr og verður flott dagksrá og upphitun áður en leikur hefst. Dagskráin verður auglýst í næstu viku.

Eins og röddin segir… „KOMA SVOOOOO… ÁFRAAAAAAAAAM VÍINGUR“

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Víkingur auglýsir eftir umsóknum um stöðu bókara

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Karate æfingar hefjast á mánudaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Októberfest Víkings verður haldið 4. október

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Valgerður Elín heiðruð

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Gervigreindarfulltrúinn Vaka hefur hafið störf hjá Víking

Lesa nánar