Guð­mundur Stephen­sen

Guð­mundur Stephen­sen Ís­lands­meistari í borð­tennis

Guðmundur Eggert Stephensen, leikmaður Víkings snéri aftur á Íslandsmótið í borðtennis í dag eftir tíu ára fjarveru og gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sinn 21. Íslandsmeistaratitil í einliðaleik á ferlinum.

Þrátt fyrir að hafa ekki keppt á Íslandsmótinu í borðtennis í áratug hefur Guðmundur greinilega engu gleymt. Hann mætti Inga Darvis Rodriguez í undanúrslitum og hafði þar betur 4-0 áður en hann hafði betur gegn Magnúsi Gauta Úlfarssyni í úrslitaviðureigninni, einnig 4-0.

Guðmundur vann því allar átta hrynurnar sem hann lék í dag, þar af vann hann lokahrynuna gegn Magnúsi 11-2.

Klárlega erfiðasti titill sem ég hef unnið hingað til í mínu lífi íþróttalega séð. Þó ég hafi unnið alla 4-0 þá segir það ekki allt. Fann það bara í upphafi mótsins að ég var að spila fyrir eitthvað annað en sjálfan mig, ég var bara hræddur við að tapa. Ég náði að breyta hugarfarinu í dag og hafa gaman af því að spila

  • sagði Guðmundur í samtali við Rúv

Eins og áður segir er þetta 21. Íslandsmeistaratitill Guðmundar, en hann vann titilinn hvorki meira né minna en tuttugu sinnum í röð frá 1994 til 2013.

Við óskum Guðmundi innilega til hamingju með sinn 21. Íslandsmeistaratitil

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Valgerður Elín heiðruð

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Gervigreindarfulltrúinn Vaka hefur hafið störf hjá Víking

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Grill 66 deildin er að hefjast!

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Almenningsdeild

Yin Jóga með Ylfu í Safamýri í vetur

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Æfingar fyrir 9. flokk karla og kvenna í handbolta eru að hefjast

Lesa nánar