Guðjón Örn kveður Víking

Knattspyrnudeild Víkings og Guðjón Örn, styrktarþjálfari meistaraflokks karla, hafa ákveðið að ljúka samstarfi sínu.

Samningur Guðjóns við Knattspyrnudeild Víkings rennur út eftir tímabilið í ár, en Guðjón hefur verið í þjálfarateymi Arnars Gunnlaugssonar undanfarin fimm tímabil og tekið þátt í stórglæsilegum árangri liðsins á þeim tíma.

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi:
„Guðjón hefur unnið frábært starf fyrir félagið og verið hluti af farsælustu árum í sögu Víkings. Guðjón tók starfið á næsta stig hjá okkur og hefur staðið sig gríðarlega vel sem styrktarþjálfari liðsins.“

Knattspyrnudeild Víkings þakkar Guðjóni Erni fyrir fagmennsku sína, skuldbindingu og vel unnin störf síðustu fimm tímabil og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.

Nýr eftirmaður Guðjóns verður tilkynntur á næstu dögum.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Elías Már Ómarsson í Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Emma, Kristín Erla og Rakel framlengja til 2027!

Lesa nánar
Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar