Gísli Gottskálk Þórðarson til Lech Poznan

Knattspyrnudeild Víkings hefur samþykkt tilboð pólska úrvalsdeildarfélagsins Lech Poznań í Gísla Gottskálk Þórðarson, leikmann meistaraflokks.

Gísli Gottskálk, fæddur árið 2004, kom í Hamingjuna árið 2022 frá ítalska lðinu Bologna og hefur síðan leikið 74 leiki fyrir Víking og skorað í þeim 3 mörk. Hann hefur einnig leikið 11 landsleiki fyrir U-19 lið Íslands og 3 leiki fyrir U-21 landsliðið.

Árið 2022 varð Gísli Mjólkurbikarmeistari og árið 2023 bæði Íslands- og Mjólkurbikarmeistari. Á nýliðnu ári varð Gísli lykilmaður í liði okkar Víkinga sem urðu Meistarar Meistaranna og skrifuðu svo söguna síðastliðið sumar og haust þegar liðið tryggði sér sæti í umspili Sambandsdeildar Evrópu – fyrst allra liða á Íslandi.

Knattspyrnudeild Víkings óskar Gísla velgengni og hamingju á nýjum vettvangi og um leið þökkum við honum kærlega fyrir sitt framlag. Sjáumst fljótlega í Hamingjunni Gotti! ❤️🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar