Gísli Gottskálk Þórðarson til Lech Poznan
7. janúar 2025 | KnattspyrnaKnattspyrnudeild Víkings hefur samþykkt tilboð pólska úrvalsdeildarfélagsins Lech Poznań í Gísla Gottskálk Þórðarson, leikmann meistaraflokks.
Gísli Gottskálk, fæddur árið 2004, kom í Hamingjuna árið 2022 frá ítalska lðinu Bologna og hefur síðan leikið 74 leiki fyrir Víking og skorað í þeim 3 mörk. Hann hefur einnig leikið 11 landsleiki fyrir U-19 lið Íslands og 3 leiki fyrir U-21 landsliðið.
Árið 2022 varð Gísli Mjólkurbikarmeistari og árið 2023 bæði Íslands- og Mjólkurbikarmeistari. Á nýliðnu ári varð Gísli lykilmaður í liði okkar Víkinga sem urðu Meistarar Meistaranna og skrifuðu svo söguna síðastliðið sumar og haust þegar liðið tryggði sér sæti í umspili Sambandsdeildar Evrópu – fyrst allra liða á Íslandi.
Knattspyrnudeild Víkings óskar Gísla velgengni og hamingju á nýjum vettvangi og um leið þökkum við honum kærlega fyrir sitt framlag. Sjáumst fljótlega í Hamingjunni Gotti! ❤️🖤