Gísli Gottskálk í U-20
12. mars 2024 | KnattspyrnaÓlafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U20 karla, hefur valið Gísla Gottskálk Þórðarson í hóp sem mun spila tvo vináttuleiki í Ungverjalandi dagana 19. – 23. mars. Gísli á að baki 11 leiki fyrir U-19 lið Íslands og 30 leiki fyrir Víking og hefur skorað 1 mark.
Knattspyrnudeild Víkings óskar Gísla góðs gengis í komandi verkefni.
Áfram Ísland og áfram Víkingur! ❤️🖤