Gísli Gottskálk fer á EM U19 ára landsliðsins

Ólafur Ingi Skúlason, U19 ára landsliðsþjálfari Íslands hefur valið 21 leikmenn sem spilar fyrir Íslands hönd á lokakeppni EM 2023 á Möltu dagana 3. – 16. júlí.

Ísland er í riðli með Grikklandi, Noregi og Spáni. Ísland endaði í efsta sæti síns riðils í undankeppni mótsins.

Íslenska U19 ára landslið karla í fótbolta tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótinu í fyrsta skiptið eftir 0-2 sigri gegn Ungverjum í lok mars.  Fyrr í sömu vikunni sigraði liðið England 1-0 og sigraði því riðil sem innihélt England, Ungverjaland og Tyrkland

Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Víkings hefur verið einn af þeim leikmönnum sem hefur verið valinn í hópinn en Gísli gekk til liðs við okkur Víkinga seinasta sumar frá Bologna og hefur komið gríðarlega vel inn í hópinn. Hann var m.a. í byrjunarliði Víkings gegn Breiðablik í meistara meistaranna í byrjun apríl.

Við óskum Gísla innilega til hamingju með valið og óskum honum og U19 ára landsliðinu góðs gengis á komandi móti.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar