Fylgd ungra Víkinga úr frístundaheimilum

Knattspyrnufélagið Víkingur auglýsir eftir áhugasömum aðilum í tímabundið hlutastarf til að aðstoða félagið við fylgd ungra iðkenda hjá Víkingi frá frístundaheimilum og á æfingar. Æskilegt er að viðkomandi búi yfir:

– Reynslu og áhuga á starfi með börnum

– Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum

– Skipulagshæfni, geti sýnt sjálfstæði og frumkvæði

Um er að ræða vinnu 4 daga vikunnar samhliða skóladagatali grunnskóla á milli 14:00 og 16:00 mánudag til fimmtudags.

Áhugasamir aðilar verða að hafa náð amk. 18 ára aldri og hafa hreint sakarvottorð. Umsókn ásamt staðfestingu á hreinu sakavottorði sendist á [email protected]

 

Áfram Víkingur!

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Heimaleikjakort Handknattleiksdeildar Víkings 2025/26

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Almenningsdeild

Hleðsluhlaup Víkings 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Handboltaæfingar byrjaðar

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Upplýsingafundur vegna nýs fyrirkomulags í yngri flokkum fótbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Petit Hamingjumót styrkir SKB

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Arna Ísold og Anika Jóna framlengja til ársins 2027

Lesa nánar