Á dögunum völdu landsliðsþjálfarar U-15, U-16, U-18 og U-20 ára landsliða kvenna æfingahópa fyrir komandi æfingarhelgi og verkefni.
Við Víkingar eigum glæsilega fulltrúa þar!
Ásdís Sigurðardóttir og Sunna Jónsdóttir þjálfarar U-15 landsliðsins völdu þær Mirru Mjöll Agnarsdóttur og Sonju Guðrúnu Hafþórsdóttur í æfingahópinn!
Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari U-16 landsliðsins valdi hana Nönnu Katrínu Svansdóttur í æfingahópinn!
Að lokum var það hún Valgerður Elín Snorradóttir sem var valin í æfingahóp U-18 landsliðsins af þeim Grétari Áka Andersen og Sólveigu Láru Kjærnested þjálfurum.
Glæsilegar og efnilegar handboltastelpur hér á ferð og óskum við þeim innilega til hamingju með valið!
Áfram Víkingur!