Fulltrúar Víkings í æfingahópum yngri landsliða í handbolta!

Á dögunum völdu landsliðsþjálfarar U-15, U-16, U-18 og U-20 ára landsliða kvenna æfingahópa fyrir komandi æfingarhelgi og verkefni.

Við Víkingar eigum glæsilega fulltrúa þar!

Ásdís Sigurðardóttir og Sunna Jónsdóttir þjálfarar U-15 landsliðsins völdu þær Mirru Mjöll Arnarsdóttur og Sonju Guðrúnu Hafþórsdóttur í æfingahópinn!

Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari U-16 landsliðsins valdi hana Nönnu Katrínu Svansdóttur í æfingahópinn!

Að lokum var það hún Valgerður Elín Snorradóttir sem var valin í æfingahóp U-18 landsliðsins af þeim Grétari Áka Andersen og Sólveigu Láru Kjærnested þjálfurum.

Glæsilegar og efnilegar handboltastelpur hér á ferð og óskum við þeim innilega til hamingju með valið!

Áfram Víkingur!❤🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Elías Már Ómarsson í Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Emma, Kristín Erla og Rakel framlengja til 2027!

Lesa nánar
Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar