Freyja Stefánsdóttir valin í U16 ára landsliðið

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í Norðurlandamóti sem fer fram í Sundsvall, Svíþjóð dagana 5.-13. júlí.

Víkingur á einn fulltrúa í hópnum en Freyja Stefánsdóttir, leikmaður meistaraflokk kvenna hefur verið valin í hópinn fyrir verkefnið.

Freyja sem er fædd árið 2007 og því á 16 ára aldursári hefur komið gríðarlega sterk inn í leikmannahóp Víkings í sumar og hefur komið við sögu í öllum 12 leikjum Víkings og skorað samtals 4 mörk.

Við óskum Freyju innilega til hamingju með valið og óskum henni góðs gengis með landsliðinu.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar