Freyja á að baki 35 meistaraflokksleiki fyrir Víking og hefur skorað í þeim 9 mörk.

Freyja Stefánsdóttir í U17 fyrir undankeppni EM2024

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp fyrir seinni umferð undankeppni EM 2024.

Ísland er þar í riðli með Portúgal, Finnlandi og Kosóvó, en leikið verður í Portúgal dagana 19.-28. febrúar.

Þau sjö lið sem vinna sína riðla fara áfram í lokakeppni EM sem haldin verður í Svíþjóð dagana 5.-18. maí. Svíþjóð tekur þátt í undankeppninni þó liðið sé með öruggt sæti í lokakeppninni sem gestgjafar. Takist Svíum að vinna sinn riðil þá mun það lið með bestan árangur í öðru sæti síns riðils einnig fara áfram.

Knattspyrnudeild Víkings óskar Freyju góðs gengis í komandi verkefnum fyrir Íslands hönd. Áfram Víkingur og áfram Ísland! ❤️🖤

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Víkingur auglýsir eftir umsóknum um stöðu bókara

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Karate æfingar hefjast á mánudaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Októberfest Víkings verður haldið 4. október

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Valgerður Elín heiðruð

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Gervigreindarfulltrúinn Vaka hefur hafið störf hjá Víking

Lesa nánar