Freyja Stefánsdóttir framlengir við Víking

Freyja Stefánsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Víkings til ársins 2025.

Freyja var í fyrra yngsti leikmaður í sögu Víkings til að skrifa undir samning við félagið. Freyja er uppalinn leikmaður og hefur unnið marga titla með yngri flokkum félagsins.

Þessi ungi og efnilegi leikmaður hefur í vetur stigið sín fyrstu skref fyrir meistaraflokk félagsins, spilað 9 leiki og skorað í þeim tvö mörk. Einnig spilaði Freyja sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur hún nú leikið 4 leiki með u17 ára landsliði Íslands og skorað 1 mark.

Það verður gaman að fylgjast með Freyju á vellinum í sumar með sterku Víkingsliði sem ætlar sér stóra hluti í Lengjudeildinni.

Knattspyrnudeild Víkings er afar ánægð að hafa tryggt sér krafta Freyju til næstu ára. 

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Guðni heldur í víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gylfi Þór Sigurðsson í Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Danijel Dejan Djuric til NK Istra

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Þorrablót Víkings 2025 – Vinningaskrá úr happdrætti

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir í Hamingjuna

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Róbert Orri Þorkelsson í Hamingjuna

Lesa nánar