Freyja Stefánsdóttir

Freyja semur við Víking | Fótbolti

Freyja Stefánsdóttir, yngst Víkinga á samning við knattspyrnudeild félagsins frá upphafi.

Gengið hefur verið frá samningi við Freyju Stefánsdóttur, sem er einungis fjórtán ára frá því desember. Hún er þar með yngst til að gera samning við knattspyrnudeildina, hvort heldur kvenna- eða karla-megin. Freyja hefur frá barnsaldri æft og spilað með Víkingum og haldið tryggð við félagið þrátt fyrir flutning úr hverfinu og lengri leið til æfingar en flest á hennar aldri. Hún hefur spilað með öllum yngri flokkum félagsins og nú styttist i fyrsta leik með meistaraflokki!

Freyja hefur spilað með sigursælum árgöngum Víkings og unnið til fjölda verðaluna með félaginu. Hún varð Hnátumótsmeistari (Íslandsmeistari SV-riðils) bæði árin í 6. fl. og Íslandsmeistari með 5.fl. 2019 þegar Víkingar unnu þann titil þriðja sinni á stuttum tíma. Hún spilaði svo í undanúrslitum Íslandsótsins með 4. fl. 2020 og 3. fl. 2021. Þá hefur hún orðið Reykjavíkurmeistari nokkrum sinnum og einnig Símamótsmeistari. Freyja hefur spilað flestar stöður á vellinum þó framherjastaðan sé í uppáhaldi hjá henni, enda hefur hún verið að skora grimmt. Hún var meðal markahæstu stúlkna á Íslandsmótinu í 4. fl. 2020 og önnur markahæst í fyrra, þá með meira en helming marka Víkings.

Freyja hefur verið valin til æfinga á Hæfileikamótum KSÍ og í æfingahópa yngri landsliða, bæði U15 og U16.
Það er með mikilli tilhlökkun sem við óskum Freyju til hamingju með samninginn, en jafnframt heiður að hafa tryggt okkur krafta hennar og hæfileika til næstu ára.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar